Virkjaðu Tasklistann frítt á Konto.is

TASKLISTINN með Konto

Einföld verk- og tímaskráning

Stilltu upp verki með vöru og viðskiptavin. Skráðu hjá þér myndir og lýsingu ásamt fjölda tíma hverju sinni. Veldu að útbúa nýjan reikning út frá verki eða verkum. 

Innifalið í áskrift, óháð fjölda notenda

Valkvæmt að nota Byrja/Stoppa stimpilklukku

Ekkert mál að gera reikninginn

Þetta þarf ekki að vera flókið!

Fyrir minni aðila er óþarfi að vera með stór og flókin kerfi. Með Konto geta notendur haldið utanum verkefni með einföldum hætti og auðveldlega búið til reikninginn!

STILLINGAR

Virkjaðu verk- og tímaskráningu frítt!

Notendur velja að fara í Stillingar og sjá þar Verk- og tímaskráning undir viðbætur sem þú getur virkjað. Notendur sem eru í ókeypis eða ódýrustu áskriftarleiðinni fá að prófa frítt í einn mánuð. Eftir það er þessi viðbót hluti af greiddri áskrift og það kostar ekkert aukalega að hafa virkt, óháð fjölda notenda í viðkomandi fyrirtæki.

VERKUPPLÝSINGAR

Skráðu tíma, myndir og texta

Mögulegt er að nýta tímastimpil með aðgerðunum Byrja/Stoppa eða velja bara að Bæta við skráningu. Skráðu tímafjölda, lýsingu og bættu við mynd ef þú vilt.

STOFNA REIKNING

Velja verk og stofna reikning. ísí!

Það er svo auðvelt að búa til reikning með Konto. Með Tasklistann virkan, geta notendur einfaldlega valið hvaða verk á að rukka fyrir og svo valið að stofna reikning. Ef það er sami viðskiptavinur á bakvið fleiri en eitt verk, þá er hægt að haka í mörg og sameina öll verkin í einn reikning.

VIRKAR Í ÖLLUM TÆKJUM

Skráðu þetta á ferðinni með snjalltækinu

Mögulegt að vera með síma eða spjaldtölvu í bílnum og notast við Byrja/Stoppa til að mæla tíma á vinnustað. Skráðu tímana á ferðinni, með símanum. Einfalt að hlaða inn myndum og skrám.


Lagaðu, breyttu og bættu eins og þarf. Sendu svo reikninginn með tíma- og vinnuskráningu sem PDF í viðhengi á reikningi. Ekkert mál með Konto!

EINFALDIR RAFRÆNIR REIKNINGAR

Fáðu meira fyrir peninginn

Með Konto er einfalt að byrja frítt. Ef þú þarft bara einstaka reikninga og ekki neina viðbótarvirkni, þá er ekkert mál að nota ókeypis áskriftina og greiða bara fyrir að senda reikninga í netbanka (ef þarf). En einnig er hægt að virkja greidda áskrift og fullt af viðbótarvirkni, eins og t.d.: Kostnaðarskráningu, Áskriftarreikningar, Sölusíður, Innheimtuþjónusta, Bókaraaðgangur, Tilboðsgerð, Afhendingarseðlar, Sölugreining, Vefþjónustu, Hópar, Lagerstað, Skýrslur o.fl.